Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all 580 articles
Browse latest View live

Karíus og Baktus - 111. sýning

$
0
0
Mynd

Það er miklu skemmtilegra að sjá Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá uppi í munninum á sér!

Þjóðleikhúsið heldur upp á 100 ára afmæli Thorbjörns Egners með því að setja á svið tvö af hans vinsælustu leikritum, Dýrin í Hálsaskógi á Stóra sviðinu og Karíus og Baktus í Kúlunni. Sagan um Karíus og Baktus kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu þrjótar notið fádæma vinsælda meðal barna víða um heim. Þeir hafa skotið upp kollinum víða, meðal annars í brúðukvikmynd, á hljómplötu og í leikhúsi.

Karíus og Baktus eru pínulitlir tannálfar sem hafa komið sér fyrir í munninum á drengnum Jens. Þar lifa þeir sældarlífi, enda er Jens helst fyrir að borða allskyns sætindi og hann notar tannburstann lítið. En þessir tveir hrappar skemma tennurnar í Jens og þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis. Og nú þurfa Karíus og Baktus að glíma við tannbursta og tannlæknabor...!

Skemmtilegt leikrit sem á erindi við alla krakka.

Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
Tónlist: Christian Hartmann
Þýðing: Hulda Valtýsdóttir
Leikmynd og Búningar: Brian Pilkington.
Leikarar:Ágústa Eva Erlendsdóttir og Friðrik Friðriksson.

Frumsýning í Kúlunni 5. janúar.

Táknmálstúlkar heimsækja Karíus og Baktus eftir áramót.


Hættuför í Huliðsdal - 2. Sýning

$
0
0
Mynd

Fljúga? En ég kann ekki að fljúga – ég er mannsbarn!

Eyja er hugmyndarík en einmana stelpa sem er nýflutt í gamalt, hrörlegt hús úti í sveit. Í herberginu hennar opnast hlið inn í magnaðan töfraheim og afa Eyju er rænt af illskeyttri álfkonu. Í Huliðsdal hittir Eyja fyrir alls kyns furðuverur og þarf að finna hjá sér bæði hugrekki og útsjónarsemi svo henni takist að bjarga afa áður en hliðið lokast á ný. Hættuför í Huliðsdal er spennandi og skemmtileg leiksýning fyrir börn á grunnskólaaldri og annað ævintýrafólk.

Hættuför í Huliðsdal er nýtt verk fyrir börn samið af Sölku Guðmundsdóttur. Uppsetningin er í leikstjjórn Hörpu Arnardóttur. Leikhópurinn Soðið svið sló rækilega í gegn með sýningunni Súldarsker árið 2011. Salka  var einnig höfundurinn af því verki og Harpa leikstjóri. Það er að miklu leiti sömu listamenn sem standa að Hættuför í Huliðsdal en leikara LA þau Aðalbjörg Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson eru hluti af hópnum.

Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Framleiðandi: Soðið svið

Aðventa - 1. sýning

$
0
0
Mynd

Hér er sagt frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum eftirlegukindum til byggða fyrir hátíðirnar.

Söguna byggir höfundur á frásögnum af frægum svaðilförum Benedikts Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mýrdalsöræfum og einkum þó eftirleitarferð sem hann fór í desember 1925. Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi í vetrarhörkum íslenskra öræfa.

Í sýningunni er unnið eftir aðferðum frásagnarleikhússins þar sem einn leikari, Pétur Eggerz, stendur á sviðinu, flytur söguna og bregður sér jafnframt í hlutverk helstu persóna. Þá skipar hljóðmynd stóran sess í sýningunni og á þátt í að skapa heim sögunnar, en höfundur hljóðmyndarinnar er Kristján Guðjónsson. Leikmynd og búninga hannar Messíana Tómasdóttir.

Ævintýrið um Augastein - 1. sýning

$
0
0
Mynd

Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan.

Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið. En í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð?

Eldklerkurinn - 1. sýning

$
0
0
Mynd

Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu örlög hans? Hér er sögð saga frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruhamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar.

Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson.

Nóttin var sú ágæt ein - 1. sýning

Hættuför í Huliðsdal - 1. Sýning

$
0
0
Mynd

Fljúga? En ég kann ekki að fljúga – ég er mannsbarn!

Eyja er hugmyndarík en einmana stelpa sem er nýflutt í gamalt, hrörlegt hús úti í sveit. Í herberginu hennar opnast hlið inn í magnaðan töfraheim og afa Eyju er rænt af illskeyttri álfkonu. Í Huliðsdal hittir Eyja fyrir alls kyns furðuverur og þarf að finna hjá sér bæði hugrekki og útsjónarsemi svo henni takist að bjarga afa áður en hliðið lokast á ný. Hættuför í Huliðsdal er spennandi og skemmtileg leiksýning fyrir börn á grunnskólaaldri og annað ævintýrafólk.

Hættuför í Huliðsdal er nýtt verk fyrir börn samið af Sölku Guðmundsdóttur. Uppsetningin er í leikstjjórn Hörpu Arnardóttur. Leikhópurinn Soðið svið sló rækilega í gegn með sýningunni Súldarsker árið 2011. Salka  var einnig höfundurinn af því verki og Harpa leikstjóri. Það er að miklu leiti sömu listamenn sem standa að Hættuför í Huliðsdal en leikara LA þau Aðalbjörg Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson eru hluti af hópnum.

Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Framleiðandi: Soðið svið

STOMP -

$
0
0
Mynd

Harpa kynnir í samstarfi við Stomp Productions og Glynis Henderson Productions:

STOMP stórkostleg bresk sýning sem hefur farið sigurför um heiminn. Nú verður STOMP sett á svið í Eldborgarsal Hörpu ferskara, hraðara og fyndnara en nokkru sinni fyrr.

Núna er tækifærið ef  þú hefur aldrei séð þessa heimsfrægu sýningu sem hefur hrifið áhorfendur um heim allan. STOMP sameinar leikhús, dans og hryntónlist en átta flytjendur notast við stígvél, ruslafötur, sópa , vaska og margt fleira til að búa til stórkostlegan takt sem hrifið hefur áhorfendur um heim allan.


Dansaðu fyrir mig - 1. sýning

$
0
0
Mynd

Ármann Einarsson er þriggja barna faðir og skólastjóri í tónlistarskólanum á Dalvík. Hann er 48 ára gamall, 172 sentímetrar á hæð og með bumbu. Fyrir ári síðan kom hann að máli við tengdadóttur sína, danshöfundinn Brogan Davison, og skýrði henni frá því að sig hefði alltaf dreymt um að dansa nútímadans á sviði. Úr varð að þau Brogan og Ármann sömdu dansverk sem þau frumsýndu hér á Akureyri fyrr á þessu ári en nú vill Ármann elta drauminn sem lengst og dansa fyrir sem flesta. Áður en Ármann eltir drauminn til útlanda þá fá Akureyringar þetta einstaka tækifæri til þess að upplifa einlægt og bráðfyndið leikhúsverki um langþráða drauma, sköpunarferlið og efann sem hellist yfir mann þegar minnst varir. Er dans fyrir alla?

Höfundur: Brogan Davison
Leikstjóri: Pétur Ármansson
Dansarar: Ármann Einarsson  og Brogan Davison

Listdansskóli Íslands - Jólasýning grunndeildar

$
0
0
Mynd

Jólasýning grunndeildar Listdansskóla Íslands er árviss viðburður og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Á sýningunni dansa nemendur verk jafnt eftir kennara skólans sem virta danshöfunda og er Hnotubrjótur Tchaikovsky’s aðal efniviðurinn. Allir eru velkomnir á sýninguna þar sem við dönsum inn jólin.

Jeppi á Fjalli -

$
0
0
Mynd

Benni Erlings, Bragi valdimar og Megas seiða epískan tón-sjónleik

músík!... Þetta dregur sig ekki sjálft á tálar

Jeppi er drykkjumaður – en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður auk þess sem konan hans heldur framhjá honum. Þar sem hann liggur brennivíns­ dauður í drullupolli birtist Baróninn ásamt fylgdarliði. Baróninn er sá sem allt á og öllu ræður en leiðist samt og nú verður Jeppi nýja leikfangið hans. Hvað gerist þegar kotbóndinn heldur að hann sé eitthvað?

„Í alsælu vímunnar get e´g vel greint hið góða sem skapað er og oss meint sem konsept er lífið ei alfarið íllt
en ætti að vera meir vímunni skylt“

Þessi grimmi gamanleikur hefur vakið hrifningu og aðdáun leikhúsgesta si´ðan hann var fyrst sviðsettur 1722 og nú er komið að okkur.

Jeppi a´ Fjalli eftir Ludvig Holberg (1684–1754) er löngu orðið sígilt leikrit enda árlegur gestur a´ sviðum leikhúsa í Evrópu.

Uppsetning Borgarleikhússins er nýstárleg því sýningin er stútfull af nýrri tónlist sem flutt er lifandi í sýningunni. Sjálfur meistari Megas semur nýja tónlist og texta við verkið í samstarfi við Braga Valdimar. Benedikt Erlings­son leikstýrir, Gretar Reynisson er höfundur leikmyndar og Ingvar E. Sigurðsson fer með hið eftirsótta hlutverk Jeppa. Óborganlegur kokteill!

Höfundur: Ludvig Holberg
Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason
Tónlist og textar: Megas og Bragi Valdimar Skúlason
Leikmynd: Gretar Reynisson
Búningar: Agnieszka Baranowska
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlistarstjórn: Stefán Már Magnússon
Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson
Aðstoðarmaður leikstjóra: Jenný Lára Arnórsdóttir
Leikarar og tónlistarmenn: Ingvar E. Sigurðsson, Bergur Þór Ingólfsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Bergþór Pálsson, Arnar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst B.

Óskasteinar -

$
0
0
Mynd

Borgarleikhúsið
Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason sem fylgir eftir velgengni Gullregns
Grátt gaman
með ógæfufólki á leikskóla

Illa skipulagt rán í smábæ misheppnast hrapallega. Dæmigert íslenskt klúður.  Á flóttanum leita ræningjarnir skjóls í mannlausum leikskóla og bíða fjórða félagans sem er horfinn á bílnum. Hópurinn hefur tekið gísl a´ flóttanum, eldri konu sem varð vitni að ráninu. Fram eftir nóttu stytta þau sér stundir innan um barnaleikföng en þegar birta fer af degi fer örvæntingin og ósættið innan hópsins að ágerast og ókunna konan afhjúpar sín eigin leyndarmál.

Ragnar Bragasonþreytti frumraun sína í leikhúsi í fyrra þegar hann skrifaði og leikstýrði Gullregni í Borgarleikhúsinu. Sýningin sló rækilega í gegn. Gullregn hlaut átta tilnefningar til Grímunnar 2013 og Ragnar hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins. Sami hópur listrænna stjórnenda færir okkur Óskasteina þetta leikárið. Harmræn hlýja og húmor einkenna verk Ragnars eins og fyrri verk hans bera glöggt merki, t.a.m. Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson og nú síðast Málmhaus.
Úr dómum um Gullregn:

„...bráðfyndið en samt svo einlægt í annarleika sínum að það er hálf óþægilegt að hlæja að því“
AÞ,Fbl
„Spennandi verk um hluti sem skipta máli“
SGV, Mbl
„Virkilega gott. Spilar á allan tilfinningaskalann. Listilega vel gert“
Ólafur Stephensen, Djöflaeyjan
„Frábært stykki. Meiriháttar sýning“
Yrsa Sigurðardóttir, Djöflaeyjan
„Gróteskur gamanleikur, verulega fyndinn, með óhugnanlegum undirtóni“
SA, tmm.is  
Höfundur og leikstjórn: Ragnar Bragason
Leikmynd: Hálfdán Pedersen
Búningar: Helga Rós V. Hannam
Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir
Lýsing:Þórður Orri Pétursson
Tónlist: Mugison
Hljóð: Thorbjørn Knudsen
Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Hallgrímur Ólafsson

Íd og Listahátíð - Frumsýning

$
0
0
Mynd

Samstarf Listahátíðar í Reykjavík og Íslenska dansflokksins er orðið fastur liður í íslensku menningarlífi. Sýning sem engin dansunnandi má láta fram hjá sér fara.

Frumsýnt í vor 2014

Hamlet litli - 4. kortasýning

$
0
0
Mynd

Hamlet litli
Hvernig er að vera eða vera ekki Hamlet litli?

Þegar Hamlet litli missir föður sinn er hann harmi sleginn og fer að haga sér stórfurðulega. Ekki batnar það þegar mamma hans ætlar örfáum dögum eftir útförina að giftast bróður pabba hans – og bróðirinn hefur örugglega eitthvað óhreint í pokahorninu. Óbærilegt verður þó ástandið þegar bestu vinir hans eru fengnir til að njósna um hann. Þau halda öll að hann sé að fara á límingunum. En hver myndi ekki fá að minnsta kosti vægt taugaáfall við þessar aðstæður?

Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Galdrakarlsins í Oz og Mary Poppins, færir þennan risastóra harmleik á Litla sviðið þar sem sjónarhorni hins litla Hamlets verður beint að áhorfendum. Sorgin yfir föðurmissi, óttinn við að missa móður og brostið traust til vina. Eitt þessara áfalla ætti að vera nóg til að trufla tilfinningalíf fullorðinnar manneskju, hvað þá ungrar sálar. Hér verður þó leikið á als oddi. Hugarheimur barnsins býr yfir ótal verkfærum til að takast á við áföll, sorgir og jafnvel stríð. Það gerir leikhúsið líka.

Bergur fær til liðs við sig tónlistarkonuna Kristjönu Stefánsdóttur en þau áttu einmitt ógleymanlegt samstarf í Galdrakarlinum í Oz sem og verðlaunasýningunni Jesú litla sem hefur verið reglulegur gestur á Litla sviðinu um jólin undanfarin ár.

Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson, hópurinn
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Lýsing: Garðar Borgþórsson
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir
Leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir

Norrænn þríleikur - Frumsýning

$
0
0
Mynd

Norrænn þríleikur – Janúar 2014.

Í lok janúar 2014 verður sýningin Norrænn þríleikur þar sem frumsýnd verða þrjú ný verk eftir norræna danshöfunda. Grímuverðlaunahafinn Valgerður Rúnarsdóttir mun semja verkið MAN sem er nýtt íslenskt dansverk en innblástur að sköpunarferlinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess. Verkið Berserkir; Óðir sem úlfar, ljúfir sem lömb er eftir danska danshöfundinn Lene Boel. Lene er áræðinn danskur höfundur sem vinnur með ólíka danstækni, svo sem break, nútímadans, ballett, akróbatik svo úr verður ógleymanlegt sjónarspil. Þriðja verk kvöldsins er norrænn sóló sem kynntur verður síðar.


Sveinsstykki - 5. sýning

$
0
0
Mynd

Þorvaldur Þorsteinsson samdi á sínum tíma einleikinn Sveinsstykki í tilefni af fjörutíu ára leikafmæli Arnars Jónssonar, og var verkið frumsýnt í Loftkastalanum árið 2003. Arnar Jónsson hefur átt langan og farsælan feril við Þjóðleikhúsið og fagnaði nýlega sjötugsafmæli. Með sýningunni vill Þjóðleikhúsið jafnframt heiðra minningu Þorvalds Þorsteinssonar sem lést á árinu, langt fyrir aldur fram.

Í Sveinsstykki segir af reglumanninum, íslenskumanninum og lagermanninum Sveini Kristinssyni sem á bæði stórafmæli og starfsafmæli og fagnar þessum tímamótum með því að bjóða til veislu. Fyrst og fremst er hann þó að halda upp á það að hafa alla sína ævi aldrei gert annað en það sem rétt getur talist. En fyrst allt lítur svona vel út, hvernig stendur þá á því að líf þessa blíða, greinda og framsýna manns virðist vera ein rjúkandi rúst?

Hið lifandi leikhús í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

RAGNHEIÐUR eftir Gunnar Þórðar og Friðrik Erlings - Frumsýning

$
0
0
Mynd

Ragnheiður

Íslenska óperan frumflytur óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson, í Eldborg 1. mars 2014.

Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari og með titilhlutverkið fer Þóra Einarsdóttir.

Óperan var flutt í tónleikaformi í Skálholti í sumar og vakti mikla og verðskuldaða athygli bæði almennra áhorfenda og gagnrýnenda, sem hlóðu verkið lofi.

Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn, Daða Halldórsson, og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Eins og frægt er, var Ragnheiður neydd til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Efni þetta hefur áður orðið ýmsum listamönnum viðfangsefni. Einna frægust er skáldsaga Guðmundar Kamban, Skálholt og samnefnt leikrit hans.

Listrænir stjórnendur
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Aðstoðar hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir
Leikmynd: Gretar Reynisson
Leikstjóri: Stefán Baldursson

Helstu söngvarar
Þóra Einarsdóttir (Ragnheiður)
Viðar Gunnarsson (Brynjólfur biskup)
Elmar Gilbertsson (Daði)

Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar

Bláskjár - Frumsýning

$
0
0
Mynd

Bláskjár
Fyrsta leikrit í heimi sem gerist í Kópavogi

Þrjú systkini láta sig dreyma um að gefa út íslenska skvísubók með vampírum, finna rétta leigubílstjórann á einkamál.is og að fjölga mannkyninu fyrir mannkynið. Þau eru að verða of sein í jarðarförina hans pabba þegar blá ruslatunna frá Kópavogsbæ birtist á stofugólfinu heima hjá þeim. Hvernig jarðar maður sjarmerandi húmanista og kemur einhver í svona ömurlega erfidrykkju?

Þegar bláa ruslatunnan var kynnt til sögunnar í Kópavogi fyrir nokkrum árum upphófust ritdeilur í blöðunum. Einhver gekk svo langt að tala um blóðuga byltingu bláu tunnunnar og fasisma í Kópavogi. Bláskjár er verk um fólk sem tapar áttum í byltingu blárrar tunnu og vill komast út.

Tyrfingur Tyrfingsson lauk BA námi í Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands árið 2010 og stundaði svo MA nám í Writing for Performance við Goldsmiths, University of London. Hann hefur áður skrifað Grande og Skúrinn á sléttunni sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið vor ásamt tveimur verkum ungra leikskálda undir samheitinu Núna! Tyrfingur hlaut tilnefningu til sprotaverðlauna Grímunnar árið 2012 og er nýráðið leikskáld Borgarleikhússins.

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Óskabarna ógæfunnar

Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson
Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Víkingur Kristjánsson

Myndlistarverk fyrir svið - Frumsýning

$
0
0
Mynd

Der Klang des Offenbarung des Göttlichen
Engir leikarar, enginn texti, engin saga

Hvaða leiðum býr leikhús yfir til þess að hrífa áhorfendur ef enginn leikari stígur á stokk? Þegar enginn texti er fluttur og eftir stendur aðeins framvinda hljóðs og myndar? Ragnar Kjartansson ólst að miklu leyti upp í leikhúsinu þar sem foreldrar hans starfa báðir. Hann minnist þess einkum þegar leikarar voru fjarverandi og tæknirennsli fóru fram á sviðinu. Mikilfenglegar ljósabreytingar, leikmyndir og tónlist fengu óskipta athygli. Þessar bernskustundir úr Iðnó eru Ragnari innblástur að nýrri sýningu sem hann gerir fyrir hið virta Berlínarleikhús Volksbühne og Borgarleikhúsið. Verkið verður frumsýnt í Berlín í febrúar og í Borgarleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík í maí. Leikhúsverk sem hróflar við hefðbundinni dramatískri framvindu og samanstendur einungis af leikmynd, ljósum, tónlist og mikilli rómantík!

Ragnar Kjartansson er einn af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Í myndlist sinni leitar Ragnar fanga í ólíkum listformum. Að þykjast og sviðsetja eru veigamiklir þættir í listrænni tilraun hans til að miðla tilfinningum af einlægni og veita áhorfendum ósvikna upplifun. Verk hans eru gáskafull um leið og þau eru harmræn. Ragnar hefur tvisvar tekið þátt í hinum virta Feneyjatvíæringi. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í MoMA í New York og Carnegie Museum of Art.

Kjartan Sveinsson er lýrískt tónskáld og verk hans eru hyldýpi tilfinninga. Hann hefur um árabil samið tónlist með hljómsveitinni Sigur Rós sem hann var meðlimur í til sautján ára. Síðustu misserin hefur Kjartan stigið fram á sviðið og samið tónverk undir eigin nafni; kór og kammerverk, tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir og myndlistarinnsetningar Ragnars. Verk Kjartans slá einstakan tón og er þessi sýning að miklu leyti innblásin af tónlist hans.

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Volksbühne og Listahátíðar í Reykjavík með stuðningi Der Hauptstadtkulturfonds Berlin

Höfundur: Ragnar Kjartansson, Kjartan Sveinsson
Tónlist: Kjartan Sveinsson
Hljómsveitarstjórn: Davíð Þór Jónsson
Málarar: Axel Hallkell Jóhannesson, Ingjaldur Kárason, Lilja Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Victor Cilia, Þorvaldur Gröndal
Hljómsveit: Deutsches Filmorchester Babelsberg

Þingkonurnar - Forsýning 1

$
0
0
Mynd

Getur lýðræðið leyst vanda samfélagsins? Fyndnasta gamanleikritið fyrir 2.400 árum!

Þingkonurnar er eitt frægasta verk forngríska gamanleikjaskáldsins Aristófanesar. Verkið var frum¬sýnt um 392 f.Kr. á miklum kreppu¬tímum í stjórnmálum Aþenuborgar.

Hin málsnjalla Praxagóra fer fyrir flokki kvenna sem er búinn að fá nóg af óstjórn karlmanna í Aþenu. Konurnar dulbúa sig sem karlmenn, fjölmenna á þing Aþeninga og fá það samþykkt að konum skuli falin öll völd. Og hverju vilja þær svo breyta? Þótt það sé búið að finna upp lýðræðið hrannast upp vandamál sem þetta samfélag þarf að leysa. Spilltir stjórnmálamenn, ójöfnuður, fákeppni, stríðsæsingar, okurlán og skuldug heimili. Rányrkja á auðlindum, skuldugur ríkissjóður og fullveldinu er ógnað af banda¬lögum og sambandssinnum.
Og hvað gera konurnar?

Þessi ærslafulli gamanleikur Aristófanesar minnir okkur á að leikhúsinu er ekki einungis ætlað að vera musteri tungunnar heldur einnig vígvöllur hugmyndanna.

Hárbeittur gamanleikur um sterkar konur og veiklynda karlmenn, um misskiptingu lífsins gæða og þingræði í vanda.

Síðasta uppsetning Benedikts Erlings¬sonar í Þjóðleikhúsinu var rómuð sýning á Íslandsklukkunni, en hann á að baki fjölda leiksýninga og hefur unnið til fjölmargra verðlauna og viðurkenninga.
 

Viewing all 580 articles
Browse latest View live