
Það er miklu skemmtilegra að sjá Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá uppi í munninum á sér!
Þjóðleikhúsið heldur upp á 100 ára afmæli Thorbjörns Egners með því að setja á svið tvö af hans vinsælustu leikritum, Dýrin í Hálsaskógi á Stóra sviðinu og Karíus og Baktus í Kúlunni. Sagan um Karíus og Baktus kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu þrjótar notið fádæma vinsælda meðal barna víða um heim. Þeir hafa skotið upp kollinum víða, meðal annars í brúðukvikmynd, á hljómplötu og í leikhúsi.
Karíus og Baktus eru pínulitlir tannálfar sem hafa komið sér fyrir í munninum á drengnum Jens. Þar lifa þeir sældarlífi, enda er Jens helst fyrir að borða allskyns sætindi og hann notar tannburstann lítið. En þessir tveir hrappar skemma tennurnar í Jens og þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis. Og nú þurfa Karíus og Baktus að glíma við tannbursta og tannlæknabor...!
Skemmtilegt leikrit sem á erindi við alla krakka.
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
Tónlist: Christian Hartmann
Þýðing: Hulda Valtýsdóttir
Leikmynd og Búningar: Brian Pilkington.
Leikarar:Ágústa Eva Erlendsdóttir og Friðrik Friðriksson.
Frumsýning í Kúlunni 5. janúar.
Táknmálstúlkar heimsækja Karíus og Baktus eftir áramót.